Ísland - Serbía 2 - 11

Von manna um gott gengi gegn Serbíu-Svartfjallalandi varð fljótlega að engu eftir að leikur hófst í gær því Serbarnir mættu dýrvitlausir til leiks og gerðu út um leikinn strax í fyrstu lotu og skoruðu 6 mörk án þess að okkar menn næðu að svara fyrir sig.  2. lota leit aðeins betur út því henni lauk 3 - 2 fyrir heimamenn en staðan engu að síður 9 - 2 eftir lotuna.  3. og síðasta lotan fór 2 - 0 og lokastaðan 11 - 2.
 
Mörk íslenska liðsins skoruðu Jón Gíslason eftir sendingu frá Jónasi Breka og síðan bætti  Rúnar Rúnarsson við öðru marki óstuddur.  Birgir Örn Sveinsson spilaði allan leikinn og hafði í nógu að snúast.  Strax eftir fyrstu lotu spilaði íslenska liðið á öllum fjórum línunum enda nauðsynlegt að hvíla liðið fyrir lokaátökin sem verða á morgun, sunnudag, gegn Ísrael.  Ísraelska liðið spilar nú án Sergei Zak sem hingað til hefur verið einn þeirra albesti leikmaður, en það virðist ekki koma að sök því þeir hafa átt stórleiki á mótinu.  Þeir gerðu jafntefli við Kóreu í fyrsta leik sínum á mótinu en hafa síðan unnið alla sína leiki og geta því tryggt sér sigurinn með jafntefli gegn okkur á morgun.  Við hins vegar þurfum á sigri að halda til þess að eiga möguleika á því  að halda okkur uppi.  Leikurinn á morgun verður því upp á líf og  dauða.