Ísland - S-Afríka 9-0 á HM kvenna

Rétt í þessu var leik Suður-Afríku og Íslands í IV. deild heimsmeistaramótsins að ljúka en leikið er í Ciuc Miercurea í Rúmeníu að ljúka. Leiknum lauk með íslenskum sigri en íslenska liðið skoraði 9 mörk gegn 1 marki Suður-Afríkumanna. Staðan í lotum var 0 - 5, 0 - 2 og 1 - 2. Besti leikmaður íslenska liðsins var valin markmaðurinn Karítas Sif Halldórsdóttir. Þetta er þriðji sigurinn hjá íslenska liðinu á mótinu en áður hafði það unnið Rúmena 4 - 3 og Tyrki með níu mörkum gegn engu.
Mörk/stoðsendingar Íslands:

Flosrún V. Jóhannesdóttir 2/4
Birna Baldursdóttir 2/0
Sigrún Agatha Árnadóttir 1/1
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/1
Steinunn Sigurgeirsdótir 1/0
Hanna Rut Heimisdóttir 1/0
Sólveig Smáradóttir 1/0

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Ný-Sjálendingum sem einnig eru taplausir í mótinu.
HH/MÓ