Ísland - Rúmenía í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 að staðartíma (17:30 hér) mætir íslenska U20 landsliðið Rúmenum í síðasta leik mótsins.  Rúmenar eru sterkir og hafa unnið Króata, Spánverja og Ástrala sem af er móti og hafa aðeins beðið lægri hlut gegn Ungverjum sem eru með lang sterkasta lið mótsins.  Þeir hafa þó ekki unnið neina afgerandi sigra og því getur allt gerst ef okkar menn eiga góðan leik.
 
Fyrsta leik dagsins í  dag eiga Ástralir og Spánverjar, en þeir fyrrnefndu hafa enn ekki unnið leik á mótinu og því höfum við nú þegar tryggt okkur áframhaldandi veru í 2. deild að ári.  Þó Áströlum tækist að sigra Spánverjana þá myndur innbyrðis viðureign skipta máli og þar höfum við vinninginn.  Það breytir þó ekki því að best væri að vinna Rúmena í dag og enda mótið með stæl.  Áfram Ísland!