Ísland - Nýja Sjáland; 3 - 5

Lið Nýja Sjálands kom ákveðið til leiks á móti þreyttum og óeinbeitum íslendingum.  Mistök við innáskiptingar voru okkur dýrkeypt.  Okkar strákar áttu góða spretti inni á milli en þeir duguðu ekki til.  Gauti Þormóðsson átti 2 góð mörk og Birkir Árnason 1 mark. Þessi leikur var mikil vonbrigði, svo að það sé ekki meira sagt, þar sem við áttum góðan möguleika á sigra Nýsjálendinga og hafna í 2 sæti.
Besti leikmaður íslenska landsliðsins var valinn Aron Leví Stefánsson sem átti stórleik í markinu.

» Leikskýrsla ISL - NZL