Ísland - Kína umfjöllun

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí lék sinn fyrsta landsleik í 2 deild A-riðils á HM í gær. Leiknum lauk með sigri kínverja sem gerðu 3 mörk gegn 2 mörkum íslendinga.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en það var Gauti Þormóðsson sem kom íslenska liðinu yfir þegar tæpar ellefu mínútur voru liðnar af leiknum. Á þeim tíma lék liðið einum fleiri (powerplay), stoðsendingar í markinu áttu Ingvar Þór Jónsson og Emil Alengaard. Kínverjar jöfnuðu leikinn rétt áður en fyrsta lota var úti og að þessu sinni var það íslenska liðið sem lék manni færri. Staðan eftir fyrstu lotu var því 1 – 1 og íslenska liðið átti síst minna í leiknum.

Í annarri lotu héldu liðin áfram að sækja og áttu bæði liðin hættuleg tækifæri og meðal annars fékk Emil Alengaard gullið tækifæri til að koma Íslandi yfir þegar hann fékk dauðatækifæri en inn vildi pökkurinn ekki. Ekkert mark var því skorað annarri lotu en íslenska liðið átti þó rétt einsog í fyrr lotunni fleiri skot á mark en kínverska liðið.

Kínverjarnir voru öllu beittari í byrjun þriðju lotu og voru fyrri til að skora en á þeim tíma voru tveir íslendingar í refsiboxinu og því fátt um varnir. Eftir það fór íslenska liðið að ná betri tökum á leiknum en það var ekki fyrr en rúm mínúta var til leiksloka að þeir náðu að jafna leikinn. Rétt einsog hjá íslendingum áður voru nú kínverjarnir tveimur mönnum færri og íslenska liðið nýtti sér það til fullnustu. Egill Þormóðsson skoraði markið eftir stoðsendingu frá Ingvari Þór Jónssyni. Staðan var því 3 – 3 þegar venjulegur leiktími var liðinn. Þá var framlengt og rétt eftir að íslenska liðið hafði átt hættulega sókn komust einn leikmaður inn fyrir vörna okkar manna og brotið var á honum. Dæmt var víti og úr því náðu kínverjar að skora gullmark sem tryggði þeim sigurinn í leiknum.

Að leik loknum var Emil Alengaard valinn leikmaður íslenska liðsins en hjá kínverjum var það markmaður liðsins Xie Ming og kom það fáum á óvart. Þess má að lokum geta að mark Egils er það fyrsta sem hann skorar með með karlalandsliði og við óskum honum til hamingju með það.

Myndina tók Sigurður Óli Árnason

HH