Ísland - Írland

Í dag leikur íslenska U18 liðið gegn frændum okkar Írum. Við skulum vona að frændsemin verði samt ekki of mikil og að "strákarnir okkar" klári málið hratt og örugglega. Leikurinn hefst klukkan 13.30 að okkar tíma rétt einsog leikurinn í gær gegn Búlgörum. Írarnir töpuðu í gær fyrir heimamönnum Tyrkjum en leikurinn endaði með nokkuð öruggum sigri heimamanna 16 - 4. Björn Geir Leifsson læknir liðsins heldur úti fyrir okkur dagbók undir U18 - landslið tenglinum og við færum honum bestu þakkir fyrir það. 

HH