Ísland - Eistland.

Staðan í leik íslendinga og eistlendinga er 3 - 1 eistlendingum í vil. Staðan var 2 - 1 eftir fyrsta leikhluta og var það Sólveig Smáradóttir sem skoraði mark íslenska liðsins. Í öðrum leikhluta bættu eistlendingar við marki þannig að staðan er 3 - 1 eins og áður sagði. Vonandi tekst íslensku stelpunum að setja mark í síðasta leikhlutanum.

Ps. Mér varð að ósk minni. Nú eru 6 mín liðnar af síðasta leikhluta og íslensku stelpurnar hafa sett tvö mörk á stuttum tíma og staðan því orðin 3 - 3. Það voru þær Sólveig Smáradóttir og Jónína Guðbjartsdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins. 

Leikurinn er kominn í framlengingu........

Vítakeppni...................

Ekki hafðist það í þetta sinnið. Íslenska liðið tapaði með 3 - 4 mörkum eistlendinga. Góð barátta engu að síður.