Ísland - Armenía í kvöld kl. 20:00

Í kvöld kl 20:00 er komið að viðureign Íslands og Armeníu.  Armenar hafa komið verulega á óvart í þessari keppni og því má gera ráð fyrir skemmtilegum leik í kvöld.  Íslenska liðið hefur yfirspilaði mótherja sína hingað til á mótinu, fyrst Lúxemburg og svo Írland í gærkvöldi og því er gerð krafa til okkar manna að halda ótrauðir áfram á sigurbrautinni.  Íslenska liðið hefur þó í báðum leikjum verið heldur seint í gang og gefið sér smá tíma til að ná forskotinu en það sýnir jafnframt styrk liðsins að þrátt fyrir kaflaskiptar byrjanir hefur liðið alltaf haldið dampi og haldið áfram að spila sinn leik.
 
Leikmannahópur Armena er allt annar nú en þegar liðið mætti hingað síðast árið 2004.  Svo virðist sem aðeins tveir leikmenn séu nú í leikmannahópnum frá því fyrir tveimur árum.  Þetta er okkar menn meðvitaðir um að vita að til þess að ná settu markmiði, þ.e. að sigra deildina, þarf að mæta með sama hugfarið í alla leiki.  Ed Maggiacomo þjálfari liðsins heldur vel utan um liðið og heldur mannskapnum einbeittum fyrir komandi átök.  Eftir leik kvöldsins er aðeins einn leikur eftir og sá verður háður á laugardaginn gegn Tyrkjum. 
 
Mæting á leiki íslenska liðsins hefur farið fram úr björtustu vonum og vonandi verður áframhald á þessum góða stuðningi við liðið - mætum í kvöld, fyllum höllina og fögnum sigri með okkar mönnum.
 
Myndin með þessir frétt er af Rúnari Frey Rúnarssyni eða "Lurknum" eins og hann er kallaður í daglegu tali en hann er aldursforseti liðsins og setti þrennu í leiknum gegn Írlandi í gær.