Ísland - Armenía 30 - 0

Í gærkvöldi fór fram fimmti leikur HM sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal, en þá áttust við Ísland og Armenía. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið ójafn leikur frá upphafi því Ísland gjörsigraði Armenana 30 – 0! Þessir miklu yfirburðir verða skoðast í réttu ljósi, annars vegar eru Armenar að stíga sín fyrstu skref í alþjóðaíshokkí og hins vegar hafa verið stöðugar framfarir hjá Íslendingum undanfarin ár. Íslendingar þekkja hins vegar af eigin raun hvernig er vera í stöðu Armena og það virtist hafa greinileg áhrif á leikinn. Leikmenn voru ekki mættir til leiks til að “slátra” óreyndum, þreyttum íshokkíleikmönnum, heldur var reynt að spila gott íshokkí, án þess að spila fast, og halda einbeitingunni allan leiktímann. Það tókst að mestu leyti, augljós tækifæri til tæklingar ekki notuð, en þess í stað lögð áhersla á að spila kerfi og láta pökkinn ganga. Reyndir kappar leyfðu þeim yngri að njóta sína, einsog t.d. Patrik Eriksson sem átti skínandi leik. Hins vegar var eflaust erfitt fyrir íslensku leikmennina að spila þennan leik án þess að missa einbeitinguna og falla í gryfju kæruleysis, og það gerðu þeir heldur ekki. Nær allir leikmenn íslenska liðsins skoruðu í þessum leik.Einsog gefur að skilja er erfitt að dæma stöðu íslenska landsliðsins gagnvart næstu mótherjum okkar, Írum og Mexókóum, út frá frammistöðu íslenska landsliðsiins í þessum leik. En sú tilfinning er óneitanlega fyrir hendi að ákveðin vatnaskil séu í íslensku íshokkí; að Íslendingar séu í raun að færast upp um einn gæðaflokk, þar sem þeir eiga að geta haldið sér næstu árin, áður en enn stærri markmiðum verði náð.Lið Armena vill sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst en það er mikilvægt fyrir þá að hafa í huga að þetta er fyrsta skrefið í alþjóðaíshokkí og að þeir geta einungis orðið betri héðan í frá. Einsog í fyrri leikjum á HM voru mjög margir áhorfendur er fylgdust víst að enn fleiri eiga eftir að sækja höllina um helgina.
Afritað af síðu SR www.skautafelag.is