Ísland 7 Tyrkland 2

Jæja gott fólk túrinn byrjar vel okkar drengir spiluðu eins og englar og hefndu fyrir Tyrkjaránið forðum daga með stæl. Nokkuð stress var í fyrsta leikhluta og það tók okkar menn nokkurn tíma að komast á sitt skrið. Það var frábært að horfa á liðið í kvöld hjá þeim var leikgleðin og liðsheildin í fyrirrúmi. Fyrsti leikhluti fór 1-0 fyrir okkur og kom markið aðeins nokkrum sekúndum áður en leikhlutinn var búinn. Í öðrum hluta tókum við Tyrkina með trompi og skorðuðum 4 mörk gegn einu, þriðja hluta tókum við síðan 2-1 og unnum sannfærandi sigur 7-2. Gauti Þormóðsson var valin besti maður Íslands eftir leikinn og skoraði hann 3 af 7 mörum liðsins, hin mörkin skoruðu Patrik Eriksson 2 Daníel Eriksson 1 og Þorsteinn Björnsson 1. Allir liðsmenn stóðu sig vel og sérstaklega varnarmennirnir sem að söltuðu Tyrkina og sáu þeir ekki til sólar og fundu enga leið í gegnum þétta vörn okkar. Á morgun eigum við Búlgara og ef að við spilum eins vel og í dag ættu þeir að liggja líka. Það voru nokkrir af ungu leikmönnunum sem að voru að spila sérlega vel í dag, þeir Magnús Felix, Gunnar Guðmundsson og Þorsteinn Björnsson þó að þeir séu hér nefndir sérstaklega voru heilt yfir allir leikmenn liðsins að spila mjög vel.
Aðstæður hér í Mexíkó eru ekki góðar svellið er hörmung og er það mál manna að Tjörninn á sumardegi sé betri, en meira um það síðar. Continental airways voru okkur erfiðir því að 11 töskur urðu eftir í Houston og í dag 2 dögum síðar eru bara 3 af þeim búnar að skila sér.  En við Víkingarnir erum ekki á þeim buxunum að gefast upp, við fengum lánaðan útbúnað frá Mexíköniunum og það sem upp á vantaði var bara keypt. Góðar baráttukveðjur til allra heima, Áfram Ísland.......