Íshokkíveisla um helgina - tvöfaldur tvíhöfði

Tveir leikir í Hertz deild karla  verða um helgina á Akureyri þegar SA tekur á móti SR. 

Fyrri leikurinn er í kvöld, föstudagskvöldið 19. mars og hefst leikur kl 19:30, seinni leikurinn er á morgun laugardag og hefst leikur kl 17:45. 

Tveir leikir verða í Íslandsmóti U16 og eru það sömu lið sem keppa, SA og SR.

Fyrri leikurinn er á morgun laugardag og hefst um kl 20:15, seinni leikurinn verður leikinn sunnudagsmorgun kl 9.

Allir leikir helgarinnar verða streymdir á ÍHÍ-TV.

Áhorfendur eru leyfðir en þó með takmörkunum og að sjálfsögðu er grímuskylda.