Íshokkíþing - reglugerðabreytingar.

Ekki var mikið um reglugerðabreytingar á nýliðnu íshokkíþingi en þó eitthvað eins og gengur og gerist. Ég mun hér á eftir telja þær breytingar sem gerðar voru.

Reglugerð 10 um félagaskipti - Grein 10.12 bættist við. Samþykkt á stjórnarfundi í vetur.
Reglugerð 11 um leikskýrslur - Grein 11.6 var breytt.
Reglugerð 14 um Íslandsmótið í íshokkí - Grein 14.1 og 14.3 var breytt.
Reglugerð 15 um framkvæmdastjóra ÍHÍ - Reglugerðin er ný.

Ég mun svo jafnt og þétt halda áfram að fjalla um eitt og annað sem fram fór á íshokkíþingi um sl. helgi.

HH