Íshokkíþing - ný stjórn

Í gær, uppstigningardag, fór fram 4. Íshokkíþing Íshokkísambands Íslands. Þingið var haldið í aðastöðvum Íþrótta og Ólympíusambands Íslands að Engjavegi 6. Afgreiddar voru laga- og reglugerðarbreytingar ásamt skýrslu stjórnar og ársreikningum sambandsins. Einnig fóru fram umræður um ýmis mál er snerta íþróttina og umgjörð hennar.

Úr stjórn  gengu að þessu sinni Birna Björnsdóttir,  Sigurður S. Sigurðsson og úr varastjórn Guðlaugur Níelsson. Formaður sambandsins var kosinn Viðar Garðarsson en aðrir í stjórn eru:

Margrét Ólafsdóttir
Ólafur Sæmundsson
Ingvar Þór Jónsson
Jón Þór Eyþórsson

Í varastjórn voru kosin:

Árni Geir Jónsson
María Stefánsdóttir
Jóhann Björn Ævarsson

Stjórnin mun koma fljótlega saman og skipta með sér verkum og einnig verður farið í  að skipa í nefndir sambandsins. Smátt og smátt munum við flytja fréttir af því hvaða laga- og reglugerðabreytingar voru gerðar á þinginu en ekki var um stórvægilegar breytingar að ræða.

HH