Íshokkíþing - Frestun - Mótamál

Íshokkíþingi sem halda átti þann 2. júní og getið var um hér á heimasíðunni okkar hefur verið frestað. Ekki hefur verið boðað nýtt þing en vonast er til að það verði gert mjög bráðlega.

Mótamál næsta keppnistímabils ættu að skýrast mjög fljótlega eftir helgi og þá mun mótanefnd fara að vinna að tillögum um hvernig hún sér næsta keppnistímabil fyrir sér. Vonast hafði verið til að mótamálin yrðu kláruð fyrir maílok en svo verður ekki.

HH