Íshokkíþing

Næstkomandi fimmtudag verður haldið 4. Íshokkíþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ). Eins og kveður á í lögum sambandsins skal þingið haldið annað hvert ár Lítilsháttar laga- og reglugerðarbreytingar liggja fyrir þinginu. Með árunum færist starfsemi ÍHÍ í fastari skorður og því minni þörf fyrir stórkostlegar breytingar á regluverkinu.

Við megum samt ekki festast í hjólförunum og verðum því stöðugt að vera að hugsa málin upp á nýtt. Einhverjar hugmyndir hafa verið ræddar um nokkuð róttækar breytingar á mótamálum og ekki er ólíklegt að umræða fari fram um þær á þinginu.  

Myndin er tekin á síðasta Íshokkíþing sem fram fór á Rangárvöllum á Akureyri 2007.

HH