Íshokkíþing 2017 - ný stjórn

8. Íshokkíþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið laugardaginn 27. mai 2017 og fór þingið fór fram í Reykjavík, í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambandsins að Engjavegi 6.

Dagskráin var hefðbundin samkvæmt  8. grein laga ÍHÍ. 

Ný stjórn Íshokkísambandsins var kosin og er hún eftirfarandi:

Árni Geir Jónsson formaður

Helgi Páll Þórisson
Björn Davíðsson
Sigurður Sigurðsson
Guðrún Kristín Blöndal

Varastjórn:
Arnar Þór Sveinsson
Óli Þór Gunnarsson.
Þórhallur Viðarsson

Stjórnin mun funda fljótlega, skipta með sér verkum og skipa í nefndir.

Viðar Garðarsson flutti skýrslu stjórnar.  Fráfarandi gjaldkeri ÍHÍ, Jón Þór Eyþórsson, fór yfir fjármál ÍHÍ og ársreikningar lagðir fram til samþykktar.
Á fundinum var farið yfir sögu ÍHÍ, árangur rifjaður upp, landsliðsverkefni rædd, farið yfir samskipti við Alþjóða Íshokkísambandið og farið yfir þá möguleika sem framtíðin getur beðið okkar.
Samþykktar voru nokkrar breytingar á reglugerðum ÍHÍ sem settar verða á vef ÍHÍ innan tíðar.

Fráfarandi formaður félagsins, Viðar Garðarsson þakkaði fyrir öll þau ár sem hann hefur stýrt Íshokkísambandi Íslands og nýr formaður tók við, Árni Geir Jónsson.  Viðar Garðarsson er þó alls ekki hættur störfum fyrir íshokkíhreyfinguna, heldur stígur aðeins til hliðar sem formaður. Viðar mun snúa sér að öðrum verkefnum innan íþróttahreyfingunnar og mun verða okkur öllum til halds og trausts inn í framtíðina.

Ný stjórn og sambandið allt í heild sinni þakkar Viðari fyrir vel unnin störf og var meðfylgjandi mynd tekin þegar Árni Geir Jónsson afhendi Viðari Garðarssyni blómvönd í lok íshokkíþings.

 

 

 

KG