Íshokkíþing 2017

8. þing Íshokkísamband Íslands verður haldið laugardaginn 27. mai, kl 11:00.  Þingið fer fram í fundarsal Íþrótta- og Ólympíusambandsins að Engjavegi 6, kl 11:00.

Á Íshokkíþingi hafa  fulltrúar aðildarfélaga einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu, með málfrelsi og tillögurétt hafa:
a) Stjórn ÍHÍ
b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
c) Framkvæmdastjórn ÍSÍ
d) Fastráðnir starfsmenn ÍHÍ og ÍSÍ.
f) Allir nefndarmenn ÍHÍ

Dagskrá Íshokkíþings er samkvæmt 8. gr laga sambandsins:

1. Þingsetning
2. Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.  
3. Kosning þingforseta.
4. Kosning 1. og 2. þingritara.
5. Skýrsla stjórnar lögð fram.
6. Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram.
7. Umræður og samþykkt reikninga.
8. Ávarp gesta.
9. Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
10. Kosning þingnefnda.
11. Lagabreytingatillögur.
12. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði.
13. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið og þingmeirihluti leyfir.
14. Þingnefndir starfa.
15. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.  
16. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingatillögur og framkomin mál.
17. Kosningar:a) Stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein b) 2 skoðunarmenn reikningac) Fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.

18. Þingslit