Íshokkíþing


Frá 6. Íshokkíþingi.                                                                                                                           Mynd: ÍHÍ

Í gær sunnudag hélt Íshokkísamband Íslands sitt 6. Íshokkíþing og fór það fram í fundarsölum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Fjörutíu og átta fulltrúar höfðu rétt til setu á þinginu en dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins.

Viðar Garðarsson sem verið hefur formaður sambandsins var endurkjörinn án mótframboðs en aðrir í stjórn eru:

Jón Þór Eyþórsson 
Árni Geir Jónsson
Sigurður Sigurðsson
Björn Davíðsson  

Sjálfkjörin í varastjórn eru:

Arndís Eggerz Sigurðardóttir
Óli Þór Gunnarsson
Arnar Þór Sveinsson.

Úr stjórn gengur að þessu sinni Stefán Örn Þórisson og Margrét Ólafsdóttir sem verið hefur gjaldkeri sambandsins undanfarin ár en henni voru þökkuð góð störf með langvinnu lófataki. Nýja stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sem haldin verður bráðlega. Þrír vinnuhópar voru hluti af þinginu en á þeim voru rædd mótamál kvenna og karla og svo mál er varða dómgæslu. Tvær breytingar voru gerðar á lögum sambandsins og munu uppfærð lög sambandsins verða birt á vefnum okkar fljótlega.

Samþykkt var ein ályktun þar sem
skorað er á  á bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs að tryggja sem fyrst lóð og hefja  í framhaldi af því undirbúning að byggingu yfirbyggðs skautasvells í Kópavogi.

Tveir gestir ávörpuðu fundinn en það voru þau Ingibjörg B Jóhannesdóttir fulltrúi ÍSÍ og Vilhelm Patrick Bernhöft sem sat þingið fyrir hönd Skautafélagsins Fálka.

HH