Íshokkísókn

Sjá má smá klausu um íshokkí í Blaðinu í morgun. Því miður er hér ekki um jákvæða frétt fyrir okkur að ræða en við verðum nú að þola gagnrýni rétt eins og aðrir. Það skal fúslega viðurkennast að mótaskráin okkar er aðeins of vel falin en vonast er eftir að þegar leikskýrslukerfið verður komið upp verði hægt að sjá hvaða leikir eru að bresta á og svo umfjöllun um þá á meðan á þeim stendur. Að leik loknum verður síðan hægt að nálgast leikskýrslu. Því miður eru byrjendaörðugleikar í leikskýrslukerfinu en við vonumst til að komast fyrir þá fljótlega.

Í seinni lið er gefið í skyn að ekkert sé leikið í unglingaflokkum. Ekki veit ég hvernig blaðamaður komst að þeirri niðurstöðu en með einu símtali eða tölvupóst hefði mátt komast að því sanna. Unglingamótin eru einfaldlega ekki hafin og því standa leikir og stigatafla enn á núlli.

Við munum því vonadi fljótlega, geta fryst vatnið sem við náðum í för okkar niður að læk.

HH