Íshokkísamband Íslands óskar eftir íbúð til leigu

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) óskar eftir íbúð til leigu.

Leigutími er frá 1. ágúst 2021 til 31. apríl 2022.  Möguleiki er að endurleigja 1. ágúst 2022 til 31. apríl 2023.

Íbúðin skal vera innan höfuðborgarsvæðisins og skilyrði er að hún sé búin helstu húsgögnum. Gott er að hiti, rafmagn, hússjóður, þvottaaðstaða og internet sé innifalið í leiguverði ásamt bílastæði.

Íbúðin er ætluð einum starfsmanni sem er á sextugsaldri, hann er reyklaus og mjög snyrtilegur. Íbúðin getur því verið lítil stúdío íbúð eða álíka.

ÍHÍ er öruggur greiðandi og leggjum við áherslu á sanngjarna húsaleigu og munum sjá til þess að samningur sé virtur í hvívetna.

Vinsamlega sendið allar upplýsingar og ykkar tilboð á ihi@ihi.is merkt "Íbúð til leigu".