Íshokkímaður ársins 2020 - Jóhann Már Leifsson

Myndataka Ásgrímur Ágústsson úr myndasafni.
Myndataka Ásgrímur Ágústsson úr myndasafni.

Jóhann Már Leifsson hefur verið valinn íshokkímaður ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands.

Jóhann Már hefur leikið með Skautafélagi Akureyrar um árabil og unnið fjölda Íslands- og deildarmeistara titla. Árið 2020 var Jóhann Már lykilmaður í meistaraflokksliði Skautafélags Akureyrar og átti fjölda marka auk stoðsendinga.

Jóhann Már hefur einnig átt sæti í landsliðum Íslands til fjölda ára. Hann hefur tekið þátt í öllum landsliðsverkefnum og er þekktur fyrir vinnusemi, frábær liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda.

Íshokkísamband Íslands óskar Jóhanni Má innilega til hamingju með árangurinn.