Íshokkímaður ársins 2014

Björn Róbert Sigurðarson
Björn Róbert Sigurðarson

Íshokkímaður ársins 2014 er Björn Róbert Sigurðarson leikmaður Aberdeen Wings, sem leikur í NAHL deildinni í Ameríku.

NAHL- deildin er elsta og stærsta unglingaliðsdeild í Bandaríkjunum, en alls leika í henni 24 lið í 4 riðlum. Björn Róbert fór vorið 2013 í til prufu í æfingarbúður og var þá sá eini af 80 strákum sem fékk samning við Aberdeen liðið. Björn Róbert dreymdi ungur um að spila íshokkí í Bandaríkjunum. Hann fór fyrst erlendis 14 ára gamall eftir að hafa leikið sína fyrstu meistaraflokki með Skautafélagi Reykjavíkur og þaðan lá leiðin til Svíþjóðar.  Þar lék hann með U16 og U18 liðum Malmö Redhawks, nokkrum árum seinna með Hvidovre liðinu í 1.deildinni í Danmörku og í fyrra rætist draumur hans þegar hann gekk til liðs við Aberdeen Wings í Bandaríkjunum. Sl. tímabil lék hann 54 leiki með liðinu var með 38 stig, 13 mörk og 25 stoðsendingar. Björn Róbert hefur verið lykilmaður í öllum landsliðum Íslands síðstliðin ár. Á tímabilinu 2011-2012 lék hann með öllum landsliðum íslands U18, U20 og karlaliðinu. Björn Róbert spilaði sérlega vel í síðustu heimsmeistarakeppni í U20 og var eftir það mót tilnefndur besti maður íslenska liðsins á mótinu.

Björn Róbert komst ekki til þess að leika með karlaliðinu á síðasta ári vegna skuldbindinga sinna við Aberdeen Wings. Þetta er síðasta tímabil Björns Róberts með liðinu en hann stefnir að því að komast að hjá háskólaliði í Bandaríkjunum á næsta tímabili. Björn Róbert er einbeittur dugnaðarforkur sem er íslenskum drengjum góð fyrirmynd og hvatning. Hann er að feta leið sem margir töldu langt í að íslenskur íshokkí leikmaður gæti fetað.