Íshokkímaður ársins

Íshokkímaður ársins er sóknarmaðurinn Úlfar Jón Andrésson. Úlfar Jón er fæddur 2. apríl 1988 og er því 27 ára að aldri.
Úlfar Jón, hefur allan sína tíð búið í Hveragerði og sótt æfingar þaðan síðan hann hóf  æfa íshokkí sex ára að aldri með Skautafélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur Úlfar leikið með Birninum ásamt því að starfa að þjálfun fyrir félagið í yngri flokkum.

Úlfar spilaði 42 unglingalandsliðsleiki á sínum tíma. Sextán ára var Úlfar valinn í karlalandslið Íslands og hefur frá þeim tíma leikið 46 landsleiki en síðast lék hann með landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna í nóvember síðastliðum.
Úlfar hefur allan sinn leikferil verið þekktur fyrir baráttu sína og vinnusemi inn á ísnum ásamt því að vera góður liðsfélagi.

HH