Íshokkíkona ársins 2020 - Sunna Björgvinsdóttir

Mynd tekin á heimsmeistaramótinu 2020
Mynd tekin á heimsmeistaramótinu 2020

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2020 af stjórn Íshokkísambands Íslands.

Sunna lék með Skautafélagi Akureyrar um árabil þar til hún flutti til Svíþjóðar og hefur leikið þar undanfarin misseri með Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby með framúrskarandi árangri.

Sunna var valin í landslið íslands 2020 sem tók þátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldið var á Akureyri í febrúar 2020. Sunna var ein af lykil konum liðsins og skoraði 5 mörk og átti 4 stoðsendingar. Landslið Íslands lenti í öðru sæti á mótinu og fékk silfurverðlaun.

Sunna er einstaklega jákvæð, góður liðsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iðkennda. Sunna hefur sýnt það að hún er liði sínu og landsliði ávallt til sóma hvort sem það er í leik eða utan hans.

Íshokkísamband Íslands óskar Sunnu innilega til hamingju með árangurinn.