Íshokkíkona ársins


Anna Sonja Ágústsdóttir                                                                     Mynd: Ásgrímur Ágústsson

Anna Sonja Ágústsdóttir er íshokkíkona ársins. Anna Sonja er 24 ára varnarmaður sem leikur með Skautafélagi Akureyrar. Húnhóf að æfa íshokkí sex ára gömul og hefur leikið allan sinn feril með Skautafélagi Akureyrar, að undanskildu einu ári þegar hún lék með Malmö Redhawks í Svíþjóð.

Anna Sonja hefur spilað með öllum landsliðum kvenna sem valin hafa verið á Íslandi frá upphafi. Hún er fyrirliði kvennaliðs Skautafélags Akureyrar sem eru núverandi Deildar- og Íslandsmeistarar.

Anna Sonja er auk þess fyrirliði Íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí og hefur á tveimur síðastliðnum heimsmeistaramótum, sem liðið tók þátt í, verið valinn besti varnarmaður mótsins.

Anna Sonja er auk þess fyrst kvenna til að vera valinn íshokkíkona ársins oftar en einu sinni.

Til hamingju!