Íshokkíbloggið

Fáeinir íshokkíáhugamenn settu á fót íshokkíblogg hér fyrr í vor. Bloggið er staðsett á mbl.is og með því vorum við að vonast til þess að koma íshokkí enn meira á framfæri en nú er. Því miður voru afar fáir sem buðust til að skrifa á bloggið okkar. Hugmyndin var að skrifa um íshokkí hvar sem er í heiminum og til að þetta gangi upp þarf svona 5 -6 manns sem taka að sér eina grein í viku, meira er það ekki. Enn er nóg að gerast í hokkí út í hinum stóra heimi s.s. Stanley Cup og HM sem nú fer fram í Kanada. Fljótlega munum við taka okkur frí bæði hérna á vefnum hjá ÍHÍ og hokkíblogginu en við munum að sjálfsögðu svo endurvekja þetta þegar líða fer á haustið.

HH