Íshokkí komið í jólafrí

Senn líður að jólum og nú er hlé í dagskránni fram yfir áramót.  Yngri flokkar flestra liða verða að mestu í fríi yfir jólin og meistaraflokkar einhverja liða munu halda úti æfingum, en engir leikir eru dagskrá fyrr en 6. janúar 2007.  Þá halda Akureyringar suður yfir heiðar og etja kappi við Bjarnarfólk í 2. flokki og kvennaflokki í Egilshöll.
 
Reikna má með því að hægjast muni á fréttabirtingum hér á síðunni á meðan lítið er um að vera yfir hátíðirnar, en að sjálfsögðu verður allt fréttnæmt birt og jafnvel einhverjar greinar ef tilefni gefst til.