Íshokkí helgi framundan

Fjölnir tekur á móti SA í meistaraflokki karla í Egilshöll, laugardaginn 2. mars kl 18:50.

Sameinað meistaraflokkslið kvenna, Reykjavík, tekur á móti SA í Laugardalnum, laugadaginn 2. mars og hefst leikur kl 17:45.

Svo er tvíhöfði hjá U16 þegar SR tekur á móti Jötnum frá Akureyri. Báðir leikir fara fram í Laugardalnum og er fyrri leikurinn á laugardag kl 19:45 og svo á sunnudagsmorgun kl 08:30.

Sannkölluð hokkí helgi hér í Reykjavík og nú er um að gera að mæta og hvetja sitt lið áfram.