Íshokkí hefst að nýju

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) samþykkti rétt í þessu að hefja Íslandsmótin að nýju eftir Covid hlé.

Samþykkt var að fara beint í úrslitakeppni karla og kvenna. Úrslit kvenna hefjast 20. apríl og úrslit karla hefjast 24. apríl.

Við munum klára Íslandsmót U18, U16 og U14, og svo verður ein helgi tileinkuð U12.

Landslið kvenna verður með landsliðsæfingu í maí, æfingin er liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleikanna sem er áætluð í Egilshöll 26. -29. ágúst 2021.

Stefnt er að helgarmóti fyrir U18 kvenna í Reykjavík fyrstu helgina í júni 2021.

Mótaskráin er birt með fyrirvara um breytingar án mikils fyrirvara enda á eftir að staðfesta ístíma skautahallanna.

Mótaskrá apríl og maí 2021.