Íshokkí fyrir stelpur á Akureyri - kynning á sunnudag

Global Girls Game fer fram um helgina á Akureyri en þá verða spilaðir íshokkíleikur kvenna um allann heim og í öllum heimsálfum.

Öllum stelpum - óvönum sem vönum - gömlum sem ungum er boðið að koma og spila íshokkíleik saman í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl. 9.55.

Endilega bjóðið vinum og fjölskyldumeðlimum að taka þátt í þessu en hægt er að fá allann búnað lánaðan fríkeypis fyrir viðburðinn.

Auglýsing SA.