IIHF WWC - Ísland - Rúmenía

Hér fyrir neðan er bein lýsing af leiknum sem var uppfærð jafnóðum. 

Leik lokið með sigri Íslands 3-2
Rosaleg barátta í lokin nr. 23 Anna Ág 2 mín fyrir roughing
0.56 nr. 24 Birna Bald fær 2 mín fyrir hooking
1.34
Rúmenar sækja en Ísl nær pekkinum og skýtur á mark sem er varið
2.14 Rúmeni meiddur, missir hjálminn en skautar af svelli.
Áhorfendur hvetja ákaft og stemning á pöllunum.
3.11 Rúmenskur leikmaður meiddur en rís á fætur eftir aðhlynningu
4.40 staðan 3-2 og Ísland skiptir aftur um markmann. Hin markmannsskiptingin var vegna þess að meðan hugað var að meidda markmanni Rúmena þá skautaði Karitas upp að bekknum en það mátti hún ekki og varð því annað hvort að skipta eða fá 2 mín refsingu.
Ísland skiptir líka um markmann og í markið kemur Margrét Vilhjálmsdóttir sem fær strax á sig mark.
Ísland gerir harða atlögu að Rúmenska markinu og margar lenda í bendu, Rúmenski markmaðurinn virðist meiddur og meðan honum er sinnt gerir varamarkmaðurinn sig klárann og leikmenn funda við bekkina. Rúmenar skipta um markmann en sá meiddi skautar sjálfur af svelli við lófaklapp.
Leikur hafinn aftur og staðan 3-1 fyrir Íslandi
6.07 markmaður Íslands frystir pökkinn og þá er tekið leikhlé að beiðni Rúmena
7.45 markmaður Rúmena frystir pökkinn
9.13 bæði lið fullskipuð og sótt á báðar hliðar. Mjög góð barátta hjá okkar stelpum og þær spila vel, bæði útsjónarsamar og klókar. Dæmi okkar stelpur voru í vörn 3 á móti 5 og Steinunn skellir kylfunni niður eins og hún sé að biðja um pökkinn og Rúmenski leikmaðurinn bara sendir á hana :-), okkar kona þá ekki lengi að hreinsa út úr varnarsvæðinu.
11.03 nr. 13 Guðrún Blöndal fær 2 mín fyrir hooking við þá 3 á móti 4
11.19 Ísl á skot á mark og nr. 7 hjá Rúmenum fær 2 mín fyrir að liðið er með of marga leikmenn á ís.
13.14 leikm. nr. 3 Guðrún Viðarsdóttir fær 2 mín fyrir hooking. Ísland þá einum færri en eru grimmar í vörninni
Rúmenar sækja og eiga skot á mark sem er varið. Svo Ísland sömuleiðis.
13.48 3-1 er staðan
14.01 Uppkast við Íslenska markið sem lendir á markmanni, aftur uppkast sem Rúmenar ná og endar með marki, nr. 12 skorar
Ísland er meira með pökkinn en nær ekki að skjóta á markið, sendingar truflaðar af Rúmenum en pökkur næst þó aftur
17.40 skotið á mark Rúmena en varið
576 áhorfendur á skemmtilegum og spennandi íshokkíleik kvenna
Ísland á skot á mark sem er varið, Rúmenar sækja en nú eru bæði liðin fullskipuð 18.22 eftir
Þriðji leikhluti hafinn við einum leikmanni færri

Öðrum leikhluta lokið staðan enn 3-0 fyrir Íslandi. Skemmtilegt og spennandi spil hjá báðum liðum.
0.42 snilldarsókn og spil en varið skot og ísl nr. 8 Sigrún fær 2 mín fyrir interference, Karitas ver
1.24 pökkur lendir á leikmannabekkjum eftir harða baráttu okkar stelpur sækja og skjóta á mark en er varið
2.35 eftir og ísl á góða sókn og færi sem er varið
nr. 14 Hrundfær tækifæri, veður upp og skýtur á mark en framhjá. nr. 17 Flosrún sömuleiðis. Rúmenar ná pekkinum en harðsnúin vörn gleypir sóknina og markmaður frystir pökkinn.
Áhorfendur gera bylgjur á pöllunum og hvetja nú bæði lið fullskipuð og 4.39 mín eftir
Dæmd rangstaða, ísl í vörn og enn er skotið á íslenska markið sem er varið
6.25 Karitas töffari ver
6.46  nr. 2 Védís  fær 2 mín fyrir interferance
7.23 Karitas ver og bæði lið skiptast á að sækja.
8.47 nr. 23 Anna Ágústsdóttir fyrir checking, dómi var mótmælt af áhorfendum. Ísl einum leikmanni færri
9.28 Karitas ver
Tvö skot á mark sem eru varin en nú eru liðin bæði fullskipuð 10 mín eftir af 2.leikhluta
11.02 Ísl skot á mark sem er varið
12.18 nr. 3 hjá Rúmeníu fær 2 mín fyrir hooking
13.52 Ísland skorar! 3-0 nr. 6 Elva Hjálmarsdóttir skoraði, stoðsendingar eiga nr. 12 Sigríður Finnbogadóttir og nr. 24 Birna Baldursdóttir
14.51 bæði lið fullskipuð
16 mín Karitas ver í tvígang hörð sókn Rúmena
17 mín eftir nr. 24 Birna 2 mín fyrir high stick
18 mín eftir Var powerplay hjá Rúmenum sem þær gátu ekki nýtt sér.
Annar leikhluti hafinn með sókn Rúmena en Karitas frystir pökkinn eftir mikið kraðak fyrir framan markið.

2 mínútur í að annar leikhluti hefjist. Menn á pöllum eru sammála um að okkar stelpur séu að spila mjög vel og jafnvel betur en í fyrsta leiknum. Sóknarfæri þeirra eru fleiri og byrjunin lofar góðu.

Fyrsta leikhluta lokið 2-0 fyrir Íslandi :-)
1 mín eftir nr. 12 Sigríður Finnbogadóttir 2 mín fyrir interferance
2 mín eftir og liðin sækja til skiptis og reyna skot á mörkin  
5 mín eftir Enn eitt powerplay hjá Ísl skot á mark sem er varið 
Annað power play hjá Ísl þær voru í harðri skothríð sem endaði með marki
6.36 mín eftir 2- 0 nr. 5 Hanna Rut Heimisdóttir skorar eftir stoðsendingar nr. 8 Sigrún Árnadóttir og nr. 23 Anna Ágústsdóttir 
Þéttskipað er a pöllunum og stelpurnar eru hvattar til dáða
11.00 mín Nr. 12 Rúm fær 2 mín fyrir hooking - powerplay hja Ísl sem nýttist ekki til markaskorunar 
13.14 mín nr. 3 Anna Ágústsdóttir  2 mín fyrir delaying game
13.42 mín eftir af fyrsta leikhluta 4 á 5    
Nr. 6 ísl Elva Hjálmarsdóttir 2 mín f. hooking    
nr. 3 Ísl Guðrún Viðarsdóttir fær 2 mín fyrir cross check    
2 mín á Rúmena og 2 mín á nr. 13 Guðrúnu Blöndal fyrir holding stick  
Leikur hafinn - fyrsta mark fyrir Íslandi eftir rúma mínútu
Flosrún Jóhannesdóttir skorar með stoðsendingu frá Hönnu Heimisdóttur
Upphitun lokið - 18 mín í leik - myndin er tekin í upphituninni, okkar stelpur í hvítu og Rúmenar í rauðu