IIHF Structure Committee hefur störf

Structur committee hjá Alþjóða Íshokkísambandinu hélt sinn fyrsta fund fyrr í sumar. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir og endurskipuleggja allt mótahald IIHF.

IIHF var að senda frá sér þessa mynd sem tekin var á fyrsta fundi nefndarinnar af Kimmo Leinonen deildarstjóra kynningardeildar IIHF. Á myndinni eru meðlimir Structure Committee frá vinstri: Kalervo Kummula forseti Finnska íshokkísambandsins og varaforseti IIHF, Bob Nicholson forseti Kanadíska íshokkísambandsins, Jan-Ake Edvinsson framkvæmdastjóri IIHF, Shoichi Tomita varaforseti IIHF, Viðar Garðarsson formaður ÍHÍ, René Fasel forseti IIHF, Ferenc Studniczky forseti Ungverska Íshokkísambandsins, Frank Gonzalez Framkvæmdastjórn IIHF, Dave Fitzpatrick starfsmaður nefndarinnar.