ÍHÍ TV

OZ live  -  ÍHÍ TV
OZ live - ÍHÍ TV

Streymi leikja frá Hertz-deild karla og kvenna mun í framtíðinni breytast til hins betra og höfum við tekið upp samstarf við OZ.com

ÍHÍ TV verður á slóðinni https://www.oz.com/ihi/home Vinsamlega skráið ykkur þarna inn og tökum öll virkan þátt í uppbyggingu og dreifingu á okkar efni.

Margvíslegir möguleikar munu verða í boði, t.d klippa leiki niður í búta, instant slow motion, endursýning leikhluta ofl ofl.

Streymið á að virka í öllum tækjum og hægt er að nálgast app fyrir allar tegundir viðtækja.

Iphone, Ýta hér.

Google Play, Ýta hér.

Að sjálfsögðu munu aðildarfélög sjá um upptökuna og bera ábyrgð á því, eins og reglugerð kveður á um. Leiðbeiningar með streymið verður sent tæknimönnum aðildarfélaga svo allt fer rétt fram.

Með þessu samstarfi erum við að færa okkur inní nútímann með dreifingu á efni og OZ ætlar sér að vera fremstu röð á heimsmælikvarða á dreifingu sjónvarpsefni.  OZ dreifir til dæmis öllu efni frá Stöð 2.

Við munum einnig vera með tengil á okkar heimasíðu sem vísar á streymi OZ.

 

 

KG