ÍHÍ ræður nýjan framkvæmdastjóra

Konráð Gylfason
Konráð Gylfason

Stjórn ÍHÍ gékk frá ráðningu Konráðs Gylfasonar í stöðu framkvæmdastjóra Íshokkísambandsins í gær fimmtudag.

Konráð er 44 ára gamall og hefur um árabil komið víða við í byggingageiranum, meðal annars framkvæmdastjóri Blikksmiðju Gylfa, söluráðgjafi hjá LímtréVírnet og Áltak og nú síðast markaðsstjóri hjá Dælum og þjónustu ehf.

Konráð hefur verið mjög virkur í félagsmálum og hefur tekið að sér fjölda trúnaðarstarfa. Var í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavik 1993-2003, er í sóknarnefnd Árbæjarkirkju og unnið þar meðal annars að æskulýðsstarfi.  Áhugamálin liggja víða, þó helst í útiveru, félags- og fjölskyldumálum.  Skotveiði, skíði og ferðir um náttúru Íslands í miklu uppáhaldi.

Konráð býr með Örnu Hrönn Aradóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg, þau búa í Norðlingaholti með börnin sín fimm. Konráð tekur virkan þátt í foreldrastarfi grunnskólans í Norðlingaholti og er í  íþróttafélaginu Fylki með börnum sínum. Konráð er blikksmíðameistari og hefur lagt stund á viðskiptafræði í Háskóla Íslands undanfarin á.