ÍHÍ og HERTZ í samstarf


Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) og HERTZ bílaleiga undirrituðu í dag samstarfssamning um að HERTZ yrði aðalstuðningsaðili ÍHÍ en HERTZ er ein af stæðstu bílaleigum landsins.

Þetta er í fyrsta skipti sem ÍHÍ hefur gert samning við styrktaraðila og ánægjulegt að þeim áfanga sé náð enda mun það styrkja og auka umfang þess reksturs ÍHÍ

Samningurinn er sá fyrsti sem ÍHÍ gerir mun efla starfið en bæði kvenna– og karladeildin munu bera nafnið HERTZ-deildin. Samningurinn mun einnig nýtast í hinu mikla landsliðsstarfi sem fram fer á vegum ÍHÍ en unnið verður að því á næstu vikum að þróa samvinnu þessara tveggja aðila enn frekar.

HH