ÍHÍ á ensku

ÍHÍ hefur að undanförnu undirbúið stutta kynningu um sambandið og íslenskt íshokkí á enskri tungu. Ef grannt er skoðað sést að efst í hornið hægra meginn á síðunni hefur verið bætt við enskum fána. Vonast er til þess að hægt verði að bæta við efni og kanski ekki síður fleiri tungumálum. Ef litið er á teljara sem tengdur er síðunni sést að um 200 þús hafa heimsótt síðuna síðan teljarinn var tengdur við. Af þessum gestum eru um 20% sem koma erlendis frá og því mjög nauðsynlegt að einhver kynning sé á sambandinu á ensku.

HH