Icelandair-cup kvenna

Eins og sjá má í viðburðardagatalinu hérna til hliðar er opið kvennamót í Egilshöllinni um helgina. Spilaðir verða átta leikir á föstudegi og laugardegi. Ekki er um hefðbundna liðakeppni að ræða, þ.e. að félagsliðin séu að spila. Þess í stað var farin sú leið að útnefna fjóra fyrirliða. Síðan voru leikmenn valdir í röð (draft) af hverjum fyrirliða þangað til allir leikmenn höfðu lið.
Mótinu er ætlað að gefa öllum kvenkyns spilurum í íshokkí á Íslandi tækifæri til að koma og spila og má fullyrða að með þessu fyrirkomulagi verði til skemmtileg tilbreyting fyrir konurnar okkar. Til stendur að halda annað mót af svipuðu tagi um miðjan mars og fer það mót fram á Akureyri.

Valið hefur verið í liðin og má sjá þau hér.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH