Hvað vitum við um HM 2009

Nú er aðeins farið að koma í ljós hvert landslið okkar fara á næsta ári og hér á eftir kemur upptalning á því. Ekki er ólíklegt að landsliðsferðum fari eitthvað að fækka en breytingatillögur þess efnis verða ræddar næsta haust.

En að landsliðunum og byrjum á karlalandsliðinu sem á erfiða ferð og erfiðan riðil fyrir höndum. Farið verður til Novi Sad í Serbíu og í riðlinum eru:

1. Eistland
2. Kína
3. Serbía
4. Ísrael
5. Ísland
6. Norður Kórea

Enginn hefur enn sótt um riðilinn sem kvennaliðið á að keppa í en riðillinn er svona skipaður:

1. Ástralía
2. Slóvenía
3. Króatía
4. Belgía
5. Ungverjaland
6. Ísland

Þá er það U20 liðið en ekki hefur verið sótt um þar heldur. Riðillinn er svona skipaður:

1. Ísland
2. Kína
3. Ástralía
4. Suður-Afríka (ólíklegt að þeir verði með)
5. Tyrkland
6. Búlgaría
7. Norður-Kórea

Að síðustu er það U18 ára liðið okkar. Þar verður haldið yfir hafið, þ.e. til Írlands og í riðlinum eru:

1. Ísrael
2. Ísland
3. Tyrkland
4. Búlgaría
5. Írland.

Látum þetta duga í bili en uppfærum fréttir af keppnunum um leið og þær berast.

HH