Hundrað dagar.


Einn stærsti hokkíviðburður í veraldarsögunni hefst eftir hundrað daga. Nánar tiltekið þann 16 febrúar 2010. Við erum að sjálfsögðu að tala um vetrarólympíuleikana í Vancouver 2010. Í frétt á vef IIHF kemur fram að þann 1. janúar nk. þurfi öll liðin að hafa skilað inn leikmannalistum, þ.e. 20 útileikmönnum og 3 markvörðum.
Karlaliðin hafa skilað inn dagsetningum á hvenær þau birta sín lið og lýtur hann svona út:

Hvíta-Rússland: 23. Desember 2009
Kanada: 31. Desember 2009 
Tékkland: 30. Desember 2009 
Finnland: Desember 30 2009
Þýskaland: 30. Desember 2009 
Litháen: 29. Desember 2009 
Noregur: 29. Desember 2009 
Rússland: 25. Desember 2009
Sviss: 30. Desember 2009 
Slovakía: 29. Desember 2009
Svíþjóð: 27. Desember 2009 
Bandaríkin: 1. janúar 2010


Um daginn mátti sjá frétt á vef IIHF að rússar hefðu valið sinn æfingahóp og samanstóð hann af 50 leikmönnum. Greinilegt er að úr vöndu er að ráða fyrir Vyacheslav Bykov þjálfara þeirra enda allir leikmennirnir að spila í toppdeildum. Konurnar hefja leik þremur dögum fyrr og verður spennandi að sjá leiki þeirra enda ekki oft sem við fáum tækifæri á að sjá heimsklassa kvennahokkí á skjánum.

Dagskrá karlamótsins.

Dagskrá kvennamótsins. 

HH