Húnar - Víkingar umfjöllun


Frá leik í deildarkeppninni fyrr í vetur                                                                            Mynd: Sigurgeir Haraldsson

Síðastliðin föstudag léku Húnar og Víkingar á íslandsmótinu og fór leikurinn fram í Egilshöll Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 7 mörk gegn 4 mörkum Húna. Byrjun leiksins minnti nokkuð á byrjun í fyrsta leik tímabilsins þegar Björninn og Víkingar því rétt einsog þá náðu Víkingar þriggja marka forystu án þess að andstæðingunum tækist að svara fyrir sig. Í fyrrnefndum leik náðu Bjarnarmenn sigrinum en greinilegt var að Víkingar ætluðu ekki að láta það gerast aftur. Húnarnir létu þó lið Víkinga hafa fyrir hlutunum og að lokinni annarri lotu var staðan 3 - 4 Víkingum í vil. Víkingarnir mættu hinsvegar ákveðnir til leiks í 3ju og síðustu lotunni og höluðu inn þrjú dýrmætu stigin.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

David MacIsaac 1/1
Óskar Einarsson 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Daniel 1/0
Gunnlaugur Guðmundsson 0/1
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Steindór Ingason 0/1

Refsingar Húnar: 73 mínútur

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Lars Foder 4/0
Andri Már Mikaelsson 1/ 1
Jóhann Leifsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Zdenek Propcazka 0/4 
Sigurður Reynisson 0/1
Hilmar Leifsson 0/1

Refsingar Víkingar: 26 mínútur.

HH