Húnar - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Húnar og Skautafélag Reykjavíkur áttust við á íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu 2 mörk en SR-ingar náðu ekki að svara fyrir sig.
Nokkuð jafnræði var með liðunum en ekkert mark leit dagsins ljós í fyrstu lotu. Í annarri lotu komu hinsvegar bæði mörk leiksins. Fyrra markið kom í sömu andrá og SR lauk refsingu sinni en þá átti Andri Már Helgason gott skot frá bláu línunni. Síðara markið sem kom rétt fyrir lok annarrar lotu en það átti Falkur Birkir Guðnason þegar hann laumaði pökknum undir markmann SR-inga.

Staða efstu liða er sú að Björninn hefur eins stigs forystu á Víkingar en bæði liðin hafa leikið fimm leiki. Næstir koma Húnar með níu stig.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Andri Már Helgason 1/0
Falur Guðnason 1/0
Úlfar Andrésson 0/2

Refsingar Húnar: 8 mínútur.

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH