Húnar - SR umfjöllun


Frá leik liðanna á síðasta tímabili.                                                                                          Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Húnar léku gegn Skautafélagi Reykjavíkur sl. fimmtudagskvöld en leikurinn fór fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu níu mörkum gegn engu marki SR-inga. Nokkuð jafnræði var með liðunum í leiknum en Húnar nýttu sér vel þegar þeir voru manni fleiri á svellinu en sex af níu mörkum þeirra komu í þess háttar aðstæðum.   
Húnarnir náðu strax 2 – 0 forystu í fyrstu lotunni með mörkum frá Daniel Kolar og Hirti Björnssyni. Í annarri lotunni kláruðu Húnar hinsvegar leikinn með fjórum mörkum en öll komu þau á meðan SR-ingar voru manni færri á svellinu. Staðan var því orðin vænleg fyrir Húna fyrir síðustu lotuna en í henni bættu þeir við þremur mörkum.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Daniel Kolar 4/1
Hjörtur Björnsson 2/0
Óli Þór Gunnarsson 1/0
Edmunds Induss 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Dave MacIsaac 0/4
Steindór Ingason 0/3
Óskar Einarsson 0/2
Gunnlaugur Guðmundsson 0/2

Refsingar Húnar: 24 mínútur.

Refsingar SR: 28 mínútur.

HH