Húnar - SR Fálkar umfjöllun


Úr myndasafni                                                                                                                     Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Húnar og SR Fálkar áttust við á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri SR Fálka sem gerðu 7 mörk gegn 6 mörkum Húna eftir að staðan var jöfn 6 – 6 að loknum venjulegum leiktíma.

SR Fálkar náðu að nýta færi sín í fyrstu lotu mjög vel en það var Pétur Maack Maack sem opnaði markareikninginn fyrir þá. Bjarki Reyr Jóhannesson bætti síðan við tveimur mörkum við áður en fyrrnefndur Pétur og Gauti Þormóðsson gerðu sitthvort markið. Staðan var því 5:0 þegar fyrstu lotu lauk.
Í næstu tveimur lotum sóttu Húnar stíft til að jafna leikinn. Andri Már Helgason kom þeim á bragðið snemma í annarri lotu en Gauti Þormóðsson svaraði að bragði fyrir SR Fálka. Næstu fimm mörk áttu Húnar sem einsog áður sagði sóttu hart. Þegar langt var liðið á þriðju lotu jafnaði Matthías Skjöldur Sigurðsson metin fyrir Húna og tryggði þeim framlengingu.  Sigurmarkið i henn gerði svo Gauti Þormóðsson og tryggði SR Fálkum aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar Húnar: 

Andri Már Helgason 2/0
Dave MacIsaac 1/2
Matthías Sigurðsson 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Sigursteinn Atli Sighvatsson 1/0
Sergei Zak 0/3
Gunnar Guðmundsson 0/1
Steindór Ingason 0/1

Refsingar Húnar : 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Gauti Þormóðsson 3/1
Bjarki Reyr Jóhannesson 2/1
Pétur Maack 2/0
Sindri Björnsson 0/1

Refsingar SR Fálkar: 10 mínútur.

HH