Húnar - SR Fálkar umfjöllun


Úr myndasafni                                                                                                             Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Húnar og SR Fálkar léku á íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Húna sem gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum SR Fálka.

Þrátt fyrir að það væru Húnar sem höfðu frumkvæðið í sóknarleiknum voru það SR Fálkar sem skoruðu fyrstu tvö mörkin. Bæði mörkin gerði Daníel Steinþór Magnússon en Ólafur Björnsson minnkaði muninn fyrir Húna þegar skamm var eftir af lotunni.

Gauti Þormóðsson jók svo aftur við forystu SR-Fálka strax í byrjun annarrar lotu en þá nýttu SR Fálkar sér að vera manni fleiri á ísnum. Húnar fyrir sig með tveimur mörkum. Fyrra markið átti Óli Þór Gunnarsson og það síðara Úlfar Andrésson. Staðan því 3 – 3 að lokinni annarri lotu.

Það voru síðan Húnar sem gerðu út um leikinn í þriðju lotu með mörkum frá þeim Viktori Frey Ólafssyni og Brynjari Bergmann. Þrjú síðustu mörk Húna komu eftir að þeir voru manni fleiri á ísnum.

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Ólafur Björnsson 1/1
Úlfar Andrésson 1/0
Óli Þór Gunnarsson 1/0
Viktor Freyr Ólafsson 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Matthías Sigurðsson 0/2
Trausti Bergmann 0/1

Refsingar Húnar: 50 mínútur 

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Daníel Steinþór Magnússon 2/0
Gauti Þormóðsson 1/1
Pétur Maack  0/2
Daníel Hrafn Magnússon 0/1

Refsingar SR Fálkar:  12 mínútur.