Húnar - Jötnar umfjöllun

Frá leik Húna og Jötnar
Frá leik Húna og Jötnar

Húnar og Jötnar áttust við á íslandsmóti karla á laugardaginn. Leiknum lauk með  sigri Húna sem gerðu átta mörk gegn einu marki Jötna.  
Húnar mættu vel skipaðir til leiks og greinilegt að spila á alla leiki á fullu í vetur. Jötnar á hinn bóginn mættu með nokkuð ungt og reynslulítið lið en með smá meiri breidd gæti liðið staðið í öðrum liðum. Edmunds Induss fór mikinn í liði Húna því alls gerði hann 5 af átta mörkum liðsins.
Húnar fóru langt með að tryggja sér sigurinn með fjórum mörkum strax í fyrstu lotu. Bættu við þremur mörkum í annarri lotu en tóku því rólega í þeirri síðustu. 
Tveir leikmenn í sitthvoru liðinu gerðu sín fyrstu mörk í meistaraflokki karla, þ.e. Hjalti Jóhannsson hjá Húnum og Ólafur Ingi Sigurðarson hjá Jötnum.

Mörk/stoðsendingar Húna:

Edmunds Induss 5/1
Lars Foder 2/2
Hjalti Jóhannsson 1/0
Jón Árni Árnason 0/1

Refsingar Húnar: 22 mínútur

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Ólafur Ingi Sigurðarson 1/0
Andri Ólafsson 0/1

Refsingar Jötnar: 4 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH