Húnar - Jötnar umfjöllun

Lars Foder og Matthías Sigurðsson í baráttunni.                                        Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Húnar og Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí á laugardaginn og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Húna sem gerðu níu mörk gegn sjö mörkum Jötna. Þetta var fyrsti sigurleikur Húna á tímabilinu en liðið hafði áður tapað átta leikjum í röð. 

Byrjunin hjá Húnum var þó ekki gæfuleg því Jötnar áttu fyrstu tvö mörkin en þau áttu Birgir Þorsteinsson og Bergur Jónsson. Matthías Sigurðsson minnkaði hinsvegar muninn fyrir Húna en rétt fyrir lotulok jók Lars Föder muninn fyrir Jötna á nýjan leik og staðan 1 – 3 þeim í vil eftir fyrstu lotu. 

Húnarnir tóku hinsvegar mikinn sprett í annarri lotu og áður en hún var yfir staðin höfðu Húnarnir gert sex mörk gegn tveimur mörkum Jötna og staðan orðin 7 – 5 þeim í vil. Falur Birkir Guðnason fór mikinn í liði Húna í lotunni og gerði öll stigin sín í lotunni.

Leikurinn jafnaðist síðan nokkuð út í þriðju lotu bæði lið gerðu í henni tvö mörk. Fyrra mark Húnanna í lotunni gerði Viktor Freyr Ólafsson en þetta er jafnframt fyrsta mark hans í meistaraflokki.

Jötnar mættu með ágætlega skipað lið í höfuðstaðinn og úrslitin hefðu getað farið á hvorn veginn sem var en sigurinn var Húna að þessu sinni í prúðmannlega leiknum leik. 

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Falur Birkir Guðnason 2/2
Matthías Sigurðsson 2/1
Reynir Salómonsson 1/2
Andri Már Helgason 1/1
Viktor Freyr Ólafsson 1/1
Brynjar Bergmann 1/0
Einar Sveinn Guðnason 1/0
Stefán Sigurðsson 1/0
Kópur Guðjónsson 0/1

Refsingar Húnar: 10 mínútur

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Ólafur Ólafsson 1/1
Lars Foder 1/1
Guðmundur Snorri Guðmundsson 1/1
Birgir Þorsteinsson 1/0
Bergur Jónsson 1/0
Andri Mikaelsson 1/0
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Hermann Knútur Sigtryggsson 0/2
Pétur Sigurðsson 0/1

Refsingar Jötna: 8 mínútur

HH