Húnar - Jötnar 1. úrslitaleikur í opnum flokki

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Húnar báru í gærkvöld sigurorð af Jötnum með fjórum mörkum gegn tveimur í fyrsta úrslitaleik í opnum flokki en leikurinn fór fram í Egilshöll. Það lið sem verður fyrr til að vinna tvo leiki hampar titlinum en næsti leikur í rimmunni fer fram á Akureyri nk. laugardag og hefst klukkan 17.00.

Leikurinn var hinn fjörugasti en það voru Jötnar sem komust yfir með marki frá Sigurði Reynissyni snemma í fyrstu lotu en Thomast Nielsen jafnaði metin fyrir Húna skömmu síðar. Viktor Freyr Ólafsson sá síðan til þess að Húnar væru marki yfir þegar farið var inn í leikhlé en mark hans kom sex sekúndum fyrir hlé.

Andri Már Helgason jók við forystu Húna þegar langt var liðið á aðra lotu en þá nýttu þeir sér að vera með yfirtölu á ísnum en þetta var jafnfram eina markið sem kom í lotunni.

Jötnar voru hinsvegar ekki hættir og fyrrnefndur Sigurður minnkaði muninn fyrir þá strax í byrjun annarrar lotu. En rétt einsog í fyrra skiptið þegar Jötnar skoruðu náðu Húnar að svara fyrir sig og þar var á ferðinni Thomas Nielsen með sitt annað mark.

Mörk/stoðsendingar Húna:

Thomas Nielsen 2/1
Andri Freyr Helgason 1/0
Viktor Freyr Ólafsson 1/0
Brynjar Bergmann 0/2
Arnar Breki Elfar 0/1

Refsingar Húna: 24 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Jötna:

Sigurður Reynisson 2/0
Sigurður Þorsteinsson 0/1
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar Jötna 12 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH