Húnar - Björninn tölfræði

Í gærkvöld léku Húnar og Björninn og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði tólf mörk gegn einu marki Húna. 

Tölfræði leiksins er eftirfarandi:

Lotur: 0 –  4, 0 – 4, 1 – 4
Skot á mark: 6:24, 13:19, 8:22


Mörk/stoðsendingar Húnar:
Falur B. Guðnason 1/0

Refsingar Húnar: 28 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Björninn
Brynjar Bergmann 3/3
Sigursteinn A Sighvatsson 2/3
Sigurður Óli Árnason 2/2
Einar S. Guðnason 2/0
Hjörtur G. Björnsson 1/0
Aron Knútsson 1/0
Snorri Sigurðsson 0/2
Matthías Sigurðsson 0/1
Steindór Ingason 0/1
Kópur Guðjónsson 0/1

Refsingar Björninn: 2 mínútur