Hópurinn kominn á flugvöllinn í Seúl - allt gengur vel

Fluvöllurinn í Seúl
Fluvöllurinn í Seúl

Þar sem við fórum 4 klst aftur í tímann með fluginu hingað voru menn vaknaðir snemma í morgun og tími gafst fyrir stutta göngutúra í kringum hótelið.  Sumir voru þó líkari geimverum á götum borgarinnar t.a.m. Ingólfur Elíasson sem gekk um göturnar, rúmlega helmingi hærri en innfæddir, á stuttbuxum sem líta út eins og nærbuxur í 10 stiga frosti... og vakti ómælda kátínu á meðan innfæddra.

Rútuferðin uppá flugvöll var skemmtileg en þar gafst tækifæri til þess að berja borgina augum í dagsbirtu og taka myndir.  Nú eru allir komnir að hliðinu og aðeins hálftími í brottför til London en þar lendum við kl. 17.00 að staðartíma.  Þar skiljast leiðir og Óli Óla, Snorri og Ingólfur fara til síns heima í Svíþjóð og Noregi en 17 halda áfram til Íslands kl. 21:00 um kvöldið.  Við lendum svo í Keflavík rétt fyrir miðnætti.