Holland - Ísland umfjöllun

Í dag lék íslenska karlalandsliðið sinn þriðja leik í 2. Deild á HM og að þessu sinni var leikið gegn hollendingum Leiknum lauk með sigri hollendinga sem gerðu 5 mörk gegn 1 marki íslenska liðsins.
Hollendingar eru sem stendur í 25. sæti á heimslistanum hvað karlalið varðar á meðan íslenska liðið er í 38. sæti. Það var því vitað mál fyrir leikinn að á brattann yrði að sækja fyrir íslensku strákana.
Þrátt fyrir það náðu þeir að halda jöfnu í fyrstu lotu en bæði liðin gerðu eitt mark í henni. Mark íslenska liðsins gerði Ólafur Hrafn Björnsson en stoðsendingar áttu Sigursteinn Atli Sighvatsson og Björn Róbert Sigurðarson.
Í annarri lotu gerðu hollendingarnir eitt mark og í þeirri þriðju bættu þeir við þremur í viðbót. Refsimínútur íslenska liðsins  í leiknum voru æði margar eða 20 á móti 6 mínútum hollenska liðsins.
Þegar þetta er skrifað eru 30 mínútur í leik belga og spánverja en fróðlegt verður að sjá hvernig sá leikur endar.

Mynd: Björn Geir Leifsson

HH